Skip to content

Brjóstagjöf

Undirstaða góðra heilsu

Brjóstagjöf er undirstaða góðrar heilsu til framtíðar fyrir öll börn og hefur góð heilsufarsáhrif á móður líka.

Markmið með námskeiði um brjóstagjöf:

  • Að móðir og stuðningsaðili þekki grunnatriði brjóstagjafar og hvaða lífeðlisfræðilegu breytingar verða í líkama móðurinnar tengt brjóstagjöfinni.
  • Að þau þekki helstu aðferðir við að leggja barn á brjóst og hvaða atriði eru mikilvæg til að foreldrar séu öruggir við brjóstagjöfina og ummönnun barnsins.
  • Að auðvelda foreldrum að takast á við hvernig best er að þróa brjóstagjafaferlið dag frá degi svo brjóstagjöfin gangi vel til framtíðar.


Innihald námskeiðsins er sem hér segir:

  • Grunnatriði brjóstagjafar, lífeðlisfræðilegar breytingar og fleira.
  • Hvenær barnið er tilbúið að fara á brjóst (merki barnsins).
  • Hvernig á að leggja barn á brjóst.
  • Handtök, álögn, stöður og stellingar.
  • Húð við húð aðferð, hægindastelling og fl.
  • Handmjólkun.
  • Fyrirburar og tvíburar á brjósti.
  • Aumar og sárar geirvörtur.
  • Stálmi og fl.
  • Líðan nýfæddra barna, gula og fl.


Hentugur tími til að koma á brjóstagjafanámskeið er frá viku 28.

Maki eða stuðningsaðili er velkominn með á námskeiðið.
Námskeiðið er u.þ.b. 3 klst.
Verð er kr. 16.000.-

Leiðbeinendur á brjóstagjafanámskeiðum 9 mánaða eru ljósmæður með brjóstagjafamenntun IBCLC.

Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, með langa reynslu og hefur verið með námskeiðin okkar frá upphafi. Ingibjörg starfar sem sérfræðingur í brjóstagjöf og tvíburameðgöngum á Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og í Áhættumæðravernd LSH. Hún er einnig klínískur lektor og stundarkennari í ljósmóðurfræðum í HÍ.
ingibjorgei@9manudir.is

Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.
Hallfríður eða Fríða eins og hún er kölluð er einnig með langa reynslu af brjóstagjafaráðgjöf og hún lauk Meistaraprófi í ljósmóðurfræði með áherslu á brjóstagjöf. Meistararitgerð hennar fjallaði um áhrif stuðnings frá ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum á tíðni og lengd brjóstagjafar. http://hdl.handle.net/1946/35178

Fríða starfar sem ljósmóðir á fæðingarvakt LSH og við heimaþjónustur, einnig fer hún í heimahús sem ráðgjafi varðandi brjóstagjöf á fyrstu dögum nýburans ef á þarf að halda. frida@9manudir.is

Nánari upplýsingar um námskeiðin gefa þær ljósmæðurnar og brjóstagjafaráðgjafarnir:  Ingibjörg í netfangið ingibjorgei@9manudir.is eða Hallfríður í netfangið frida@9manudir.is

BÓKIÐ NÁMSKEIÐ HÉR.
Vinsamlegast tilgreinið val á dagsetningu.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Apríl
Mánudagur 15. apríl kl. 18

Maí
Föstudagur 3. maí kl. 16
Mánudagur 13. maí kl. 18

Júní
Föstudagur 7. júní kl. 16